Kristrún Frostadóttir
Kristrún Frostadóttir
Hrafnarnir Huginn og Muninn eru glöggir að vanda í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem út kom í gær og fer fátt fram hjá þeim.

Hrafnarnir Huginn og Muninn eru glöggir að vanda í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem út kom í gær og fer fátt fram hjá þeim.

Þannig tóku hrafnarnir eftir því að „Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar kvartaði sáran undan skattalækkunum ríkisstjórnarinnar á árunum 2018 til 2019 í Markaðnum, hlaðvarpi Ólafs Arnarsonar fyrrum formanns Neytendasamtakanna, á dögunum.

Kristrún sagði þessar breytingar vera ástæðuna fyrir hallarekstri ríkissjóðs og viðvarandi verðbólgu.

Hröfnunum þykir þetta nokkuð merkileg yfirlýsing frá formanni Samfylkingarinnar.

Skattkerfisbreytingin, sem þarna um ræðir, var gerð í tengslum við lífskjarasamningana og fól meðal annars í sér að nýtt tekjuskattsþrep fyrir þá lægst launuðu var kynnt til sögunnar.

Það er greinilegt að Kristrún telur skattalækkanir á lægstu launin vera rót efnahagsvandans í dag!“

Það er dálítið merkilegt hvað nútímakratar láta „hina lægst launuðu“ fara í sínar fínustu taugar.