Sýningaropnun Listamannatvíeykið lauk námi frá Listaháskóla Íslands.
Sýningaropnun Listamannatvíeykið lauk námi frá Listaháskóla Íslands.
Listamannatvíeykið Klavs Liepins og Renate Feizaka opna sýninguna D50 Klavs Liepins & Renate Feizaka: Vítahringur í D-sal Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í kvöld klukkan 20 en sýningarstjóri er Becky For­sythe

Listamannatvíeykið Klavs Liepins og Renate Feizaka opna sýninguna D50 Klavs Liepins & Renate Feizaka: Vítahringur í D-sal Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í kvöld klukkan 20 en sýningarstjóri er Becky For­sythe. Kemur fram í tilkynningu að tvíeykið vinni sameiginlega með hugmyndir um sjálfsmynd og einkenni en í fyrri verkum hafa þau krufið erft minni sem einkennir póst-sovésku kynslóðina, áhrif kirkjunnar á sjálfsskynjun og einstaklinginn innan verkamannastéttar og pólitísks sam­félags með vídeóinnsetningum og skúlptúrum.

Þá lauk Klavs BA-námi í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands árið 2018 og Renate frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2020. D50 Klavs Liepins & Renate Feizaka: Vítahringur er fimmtugasta sýningin í sýningaröðinni í D-sal sem hóf göngu sína árið 2007 en hér er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni.