Listferillinn Kristín hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín.
Listferillinn Kristín hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín. — Ljósmynd/Saga Sig
Borgarbókasafnið heldur ritþing í Tjarnarbíói laugardaginn 28. október klukkan 14 um skáldskap og listferil Kristínar Ómarsdóttur, rithöfundar, ljóð- og leikskálds, og opnar hennar fyrstu einkasýningu á myndverkum og skúlptúrum í Gerðubergi klukkan 17.30 í dag

Borgarbókasafnið heldur ritþing í Tjarnarbíói laugardaginn 28. október klukkan 14 um skáldskap og listferil Kristínar Ómarsdóttur, rithöfundar, ljóð- og leikskálds, og opnar hennar fyrstu einkasýningu á myndverkum og skúlptúrum í Gerðubergi klukkan 17.30 í dag.

Segir í tilkynningu að ritþingi og sýningu sé ætlað að gera höfundarverki og listheimi Kristínar ríkuleg skil og skyggnast inn í huga og fagurfræði listamannsins. Stjórnandi ritþingsins er Halldór Guðmundsson og í hlutverki spyrla eru Jórunn Sigurðardóttir og Ásta Kristín Benediktsdóttir.

Sýningin, sem ber heitið Sjáðu fegurð þína, er fyrsta einkasýning Kristínar sem þó hefur unnið að myndverkum sínum allan sinn feril samhliða skáldskapnum en sýningarstjórn er í höndum Guðlaugar Míu Eyþórsdóttur. Kristín hefur skrifað innan ólíkra bókmenntategunda allt frá árinu 1985; ljóð, leikrit, skáldsögur og smásögur, og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín. Þá er aðgangur ókeypis á báða viðburðina.