Dagmál Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA og Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo eru gestir Dagmála í dag.
Dagmál Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA og Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo eru gestir Dagmála í dag. — Morgunblaðið/Hallur Már
Vísbendingar eru um að vanskil fyrirtækja séu að aukast. Þetta segir Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, og vísar þar til raungagna um stöðu fyrirtækja í dag. Hrefna Ösp og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka…

Vísbendingar eru um að vanskil fyrirtækja séu að aukast.

Þetta segir Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, og vísar þar til raungagna um stöðu fyrirtækja í dag. Hrefna Ösp og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eru gestir í nýjum þætti Dagmála þar sem fjallað er um nýútkominn lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki. Yfir 1.000 fyrirtæki hljóta vottun Creditinfo í ár eins og fjallað var um í ViðskiptaMogganum í gær.

Listinn sem birtur var í gær tekur til reksturs fyrirtækja á síðasta ári. Hrefna Ösp segir að töluverð breyting sé á listanum á milli ára, þ.e. á milli 2021 og 2022, þegar horft er til einstakra atvinnugreina. Þannig megi sjá aukningu í mannvirkja- og byggingarstarfsemi sem og hjá heildsölum, en aftur á móti megi greina samdrátt hjá sjávarútvegsfyrirtækjum og fjármálafyrirtækjum. Þá segir Hrefna Ösp að almennt megi greina aukningu í hagnaði, þá sérstaklega hjá stórum fyrirtækjum.

Spurð um þetta segir Sigríður Margrét að landsmönnum gangi vel þegar fyrirtækjum gangi vel. Hún nefnir að 60% af allri verðmætasköpun í landinu falli launafólki í skaut. Rætt er nánar um stöðu atvinnulífsins í þættinum sem sýndur er á mbl.is í dag.