Halldór Halldórsson, öryggisstjóri Landsnets og formaður neyðarsamstarfs raforkufyrirtækja, segir að stríður straumur netárása sé á raforkukerfið og aðra innviði. Árásirnar eru meira og minna frá tölvum með rússneskar IP-tölur

Halldór Halldórsson, öryggisstjóri Landsnets og formaður neyðarsamstarfs raforkufyrirtækja, segir að stríður straumur netárása sé á raforkukerfið og aðra innviði. Árásirnar eru meira og minna frá tölvum með rússneskar IP-tölur. Hann segir slíkar árásir hafa aukist mjög í kjölfar leiðtogafundarins sem haldinn var hérlendis í maí. „Við verðum daglega vör við að reynt sé að komast inn,“ segir Halldór. Raforkufyrirtæki æfa nú viðbúnað við netárásum. » 4