Glæpasagnahöfundar Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson, sem standa að Svartfuglinum, ásamt verðlaunahafanum Ragnheiði Jónsdóttur.
Glæpasagnahöfundar Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson, sem standa að Svartfuglinum, ásamt verðlaunahafanum Ragnheiði Jónsdóttur.
Ragnheiður Jónsdóttir hlaut á þriðjudag glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir sína fyrstu skáldsögu, Blóðmjólk. Í tilkynningu segir að höfundurinn fari „ekki troðnar slóðir í ritun glæpasagna, allar meginpersónur bókarinnar eru konur og sagan gerist í heimi kvenna“

Ragnheiður Jónsdóttir hlaut á þriðjudag glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir sína fyrstu skáldsögu, Blóðmjólk. Í tilkynningu segir að höfundurinn fari „ekki troðnar slóðir í ritun glæpasagna, allar meginpersónur bókarinnar eru konur og sagan gerist í heimi kvenna“.

Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Sjónarhornið flakkar á milli kvennanna, þannig að lesandinn kynnist persónunum frá ýmsum hliðum. Hann áttar sig þó fljótt á því að ekki er allt sem sýnist. Sögunni vindur hugvitsamlega fram; var framinn glæpur og ef svo er, hver er hinn seki og hvað átti sér stað?“

Að Svartfuglsverðlaununum standa glæpasagnahöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson, ásamt útgefanda sínum, Veröld. Þau skipa dómnefndina ásamt Bjarna Þorsteinssyni útgáfustjóra Veraldar. Verðlaunin eru veitt höfundi að undangenginni samkeppni þar sem nafnleyndar er gætt, en skilyrðið er að viðkomandi hafi ekki sent frá sér glæpasögu áður.