Hvað er í rauninni satt og rétt?
Hvað er í rauninni satt og rétt?
Finnski ljósmyndarinn Anni Kinnunen opnar í dag klukkan 16 sýningu í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur sem ber yfirskriftina Flóttinn mikli. Segir í tilkynningu að sýningin snúist um samband manns og náttúru og að í súrrealískum og litríkum…

Finnski ljósmyndarinn Anni Kinnunen opnar í dag klukkan 16 sýningu í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur sem ber yfirskriftina Flóttinn mikli. Segir í tilkynningu að sýningin snúist um samband manns og náttúru og að í súrrealískum og litríkum ljósmyndum Anni Kinnunen komi saman náttúra, hið ónáttúrulega og hið hverfula augnablik. Myndirnar líti ekki út fyrir að vera raunverulegar þó aðstæður í þeim séu raunverulegar og þær ekki búnar til í myndvinnslu. Þá endurspeglar hið óraunverulega andrúmsloft í verkunum samtímann þar sem umbreyttur veruleiki er sannur og við vitum ekki alltaf hverju er hægt að treysta. Verkið veltir einnig upp spurningum um samband okkar við náttúruna og möguleikanum á vistfræðilegum hörmungum. Að hversu miklu marki höfum við fjarlægst náttúruna og hvað er það náttúrulega?