Töluverður fjöldi stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja sem í gær hlutu vottun Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki kom saman til að fagna þeim áfanga í Flóa…

Töluverður fjöldi stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja sem í gær hlutu vottun Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki kom saman til að fagna þeim áfanga í Flóa á jarðhæð Hörpu í gær.

Þetta er 14. árið í röð sem Creditinfo veitir framúrskarandi fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi vottun fyrir góðan og traustan rekstur. Til að komast á listann þurfa fyrirtæki að hafa skilað hagnaði í þrjú ár í röð, vera hóflega skuldsett og sýna samfélagslega ábyrgð svo nefnd séu nokkur skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla. Viðburðurinn var vel sóttur og nokkur fyrirtæki fengu þar sérstakar viðurkenningar.

Þá fengu gestir einnig sérblaðið Framúrskarandi fyrirtæki, sem unnið er í samstarfi Creditinfo og Árvakurs.