Haraldur Jónsson hefur verið valinn úr hópi 40 umsækjenda til að sýna nýtt verk í Auglýsingahléi Billboard 1.-3. janúar 2024, en sýnt er á yfir 500…
Haraldur Jónsson hefur verið valinn úr hópi 40 umsækjenda til að sýna nýtt verk í Auglýsingahléi Billboard 1.-3. janúar 2024, en sýnt er á yfir 500 stafrænum skjám sem Billboard rekur um allt höfuðborgarsvæðið, m.a. í strætóskýlum. „Að sýningartíma loknum er verkið gefið í safneign Listasafns Reykjavíkur,“ segir í tilkynningu. Haraldur segir verkið hverfast um „ummyndanir kunnuglegra fyrirbæra úr tíðarandanum sem líða síkvikar um loftið þegar heimurinn er tímabundið opinn í báða enda um áramót.“