Heildarfjöldi lögreglumanna á Íslandi á hverja 10 þúsund ferðamenn sem hingað koma hefur minnkað um tæplega helming á undanförnum tíu árum, eða úr 8,1 árið 2013 í 4,6 árið 2023. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur þingmanns Viðreisnar

Mist Þ. Grönvold

mist@mbl.is

Heildarfjöldi lögreglumanna á Íslandi á hverja 10 þúsund ferðamenn sem hingað koma hefur minnkað um tæplega helming á undanförnum tíu árum, eða úr 8,1 árið 2013 í 4,6 árið 2023.

Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur þingmanns Viðreisnar.

Í fyrirpurninni er sú spurning borin upp hvort þarfagreining liggi fyrir um þann fjölda lögreglumanna sem þörf sé á vegna þeirrar fjölgunar ferðamanna á Íslandi sem átt hefur sér stað á undanförnum árum. Í svari dómsmálaráðherra segir að þarfagreining á grundvelli markmiða löggæsluáætlunar fyrir árin 2019-2023 liggi nú þegar fyrir. Við þá greiningu hafi verið horft til umfangsmikillar fjölgunar íbúa og ferðamanna sem valdið geti margvíslegu álagi á lögreglu á ýmsum sviðum. Þar segir einnig að á síðustu árum hafi lögreglan fengið umtalsverðar viðbótarfjárheimildir sem ætlað sé að efla löggæslu með margvíslegum hætti, til dæmis með því að fjölga lögreglunemum og styrkja almenna löggæslu. Þá standi einnig til að bæta við samtals 80 stöðugildum til þess að mæta veikleikum og efla löggæslu um land allt.

Höf.: Mist Þ. Grönvold