Staðan kom upp í fyrri hluta Kvikudeildar, efstu deildar Íslandsmóts skákfélaga, sem fór fram dagana 12.-15. október sl. í Rimaskóla. Finnski alþjóðlegi meistarinn Tapani Sammalvuo (2.386) hafði hvítt gegn Baldri Kristinssyni (2.166). 32. Bxd6! Hxd6 33. Dxc5 Hdb6 34. d6! Hb8 35. d7 Bf6 og svartur virðist hafa fallið á tíma en hvíta staðan er vænleg eftir 38. e5. Vinaskákfélagið heldur í dag minningarmót um Hrafn Jökulsson á Aflagranda 40. Húsið verður opnað kl. 15.00 þar sem gestir og gangandi munu geta neytt veglegra veitinga. Forseti Íslands mun leika fyrsta leik mótsins ásamt því að ættingjar Hrafns verða viðstaddir. Margir af sterkustu skákmönnum landsins taka þátt í mótinu ásamt því að hinn kunni stórmeistari Ivan Sokolov verður á meðal keppenda. Mótið hefst kl. 16.00, sjá nánari upplýsingar um mótið á skak.is.