Bandaríski trommuleikarinn Scott McLemore kemur fram á tónleikum á Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 20, en tónleikarnir eru hluti af haustdagskrá Jazzklúbbsins Múlans. Þar teflir Scott fram „tveggja-gítara kvartetti sínum, Multiverse. Hljómsveitin flytur nýtt efni í bland við efni af tveimur plötum sem kvartettinn hefur hljóðritað. Tónlistin kannar möguleika einfaldleikans með melódíu að leiðarljósi. Ásamt Scott koma fram gítarleikararnir Andrés Þór og Hilmar Jensson ásamt bassaleikaranum Nicolas Moreaux,“ segir í viðburðarkynningu. Miðar fást í miðasölu Hörpu og á vefnum harpa.is.