París Lögregla náði konunni á Biblioteque-lestarstöðinni í gær.
París Lögregla náði konunni á Biblioteque-lestarstöðinni í gær. — AFP/Geoffroy Van der Hasselt
Kona klædd búrku sem var með hótanir á lestarstöð í París á háannatíma í gærmorgun var skotin af frönsku lögreglunni og er alvarlega særð. Vitni sögðu að konan hefði hrópað „Allahu akbar“ eða Guð er mestur

Kona klædd búrku sem var með hótanir á lestarstöð í París á háannatíma í gærmorgun var skotin af frönsku lögreglunni og er alvarlega særð. Vitni sögðu að konan hefði hrópað „Allahu akbar“ eða Guð er mestur. Farþegar í lestum frá úthverfum í átt til miðborgar Parísar gerðu lögreglu viðvart um hótanir konunnar. Lögreglunni tókst að einangra konuna á Bibliotheque Francois Mitterand-neðanjarðarstöðinni sem var rýmd. Konan hótaði að sprengja sig í loft upp og neitaði að fara eftir fyrirmælum lögreglu. Tveir lögreglumenn skutu átta skotum að konunni. Við frekari rannsókn kom í ljós að hvorki sprengiefni né vopn fundust á konunni sem flutt var á sjúkrahús.

Lögreglurannsókn er hafin á atburðinum sem lýtur annars vegar að því hvaða ógnanir nákvæmlega konan hafði uppi í lestinni og hins vegar hvort notkun lögreglu á skotvopnum hafi verið réttlætanleg.