Átta ára gamall drengur lést af slysförum við Ásvelli í Hafnarfirði síðdegis á mánudag, 30. október. Ekki var í gær búið að greina frá nafni hins látna. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að slysið hafi átt sér stað syðst…
Átta ára gamall drengur lést af slysförum við Ásvelli í Hafnarfirði síðdegis á mánudag, 30. október. Ekki var í gær búið að greina frá nafni hins látna.
Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að slysið hafi átt sér stað syðst á Ásvöllum í Hafnarfirði við bílastæði á milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka. Er drengurinn sagður hafa verið á reiðhjóli þegar slysið átti sér stað og hafnaði hann undir steypubifreið. Orsök slyssins eru til rannsóknar.