Jesper Wung-Sung
Jesper Wung-Sung
Danski rithöfundurinn Jesper Wung-Sung er einn sjö þekktra höfunda í Danmörku sem ákveðið hafa að bækur þeirra verði ekki lengur aðgengilegar hjá streymisveitum þar í landi. „Bann okkar við notkun á hugverkum okkar hjá streymisveitum mun gilda …

Danski rithöfundurinn Jesper Wung-Sung er einn sjö þekktra höfunda í Danmörku sem ákveðið hafa að bækur þeirra verði ekki lengur aðgengilegar hjá streymisveitum þar í landi. „Bann okkar við notkun á hugverkum okkar hjá streymisveitum mun gilda þar til útgefendur og streymisveitur bjóða upp á lausn sem felur í sér að höfundar fái sambærilega greiðslu fyrir streymið eins og greitt er fyrir prentaðar bækur,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu höfundanna, sem m.a. Jens Christian Grøndahl, Søren Ulrik Thomsen og Josefine Klougart skrifa undir.

Samkvæmt frétt Politiken um málið kemur yfirlýsingin í beinu framhaldi af fjölmennum hitafundi höfunda í síðustu viku þar sem lágar greiðslur til höfunda fyrir hljóð- og rafbækur í streymisveitum voru til umræðu og kallað var eftir samstöðu höfunda í aðgerðum.