Norður
♠ 763
♥ 642
♦ K52
♣ 9752
Vestur
♠ 82
♥ 97
♦ D10984
♣ D1063
Austur
♠ 1054
♥ KG108
♦ 763
♣ G84
Suður
♠ ÁKDG9
♥ ÁD53
♦ ÁG
♣ ÁK
Suður spilar 6♠.
„Hjartakóngur þarf alltaf að liggja fyrir svíningu.“ Fuglarnir voru að velta fyrir sér vinningslíkum í 6♥, en eins og allir vita (eða ættu að vita) þá þarf hálfslemma að vera minnst 50% til þess að það borgi sig að melda hana í sveitakeppni.
Gölturinn gefur lítið fyrir svona pælingar: „Sko. Annaðhvort liggur spil til vinnings eða ekki, sama hverjar líkurnar eru. Aðalmálið er að spila rétt.“
„Og hvernig viltu spila með tígultíu út?“ spurði Óskar ugla.
„Nú, ég drep heima á tígulás, tek kannski spaðaás og spila svo litlu hjarta. Nota síðan innkomuna á tígulkóng til að svína hjartadrottningu, tek annan spaðaslag og prófa svo hjartaás. Spilið stendur þá ef hjartað fellur þrjú-þrjú eða ef sá með fjórlitinn er með síðasta trompið. – Líkurnar? Mér er slétt sama, en ég myndi giska á 30 prósent.“