Þjóðtrú og lífsviðhorf Íslendinga, stjórnarskrárbreytingar, líðan, kulnun, kynbundið ofbeldi, samfélagsmiðlar, frjósemi og lífsstílshagfræði. Þetta og fleira verður til umfjöllunar í um 200 erindum sem flutt verða á ráðstefnunni Þjóðarspegli sem verður 2

Þjóðtrú og lífsviðhorf Íslendinga, stjórnarskrárbreytingar, líðan, kulnun, kynbundið ofbeldi, samfélagsmiðlar, frjósemi og lífsstílshagfræði. Þetta og fleira verður til umfjöllunar í um 200 erindum sem flutt verða á ráðstefnunni Þjóðarspegli sem verður 2. og 3. nóvember í Háskóla Íslands. Húsnæðismál verða í brennidepli í opnunarmálstofu.

Þjóðarspegill er nú haldinn í 24. sinn en ráðstefnan hefur frá upphafi fóstrað fræðilega umræðu um það sem efst er á baugi innan félagsvísinda á Íslandi. Þátttakendur eru bæði fræðimenn og nemendur við Háskóla Íslands og aðra háskóla á Íslandi. Einnig leggja samstarfsaðilar orð í belg.