Tvenna Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Lyngby í gær.
Tvenna Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Lyngby í gær. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sín fyrstu mörk fyrir Lyngby er liðið vann Helsingör í dönsku bikarkeppninni í fótbolta í gærkvöldi. Réðust úrslitin í vítakeppni eftir 2:2-jafntefli. Gylfi skoraði fyrra markið úr víti á 31

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sín fyrstu mörk fyrir Lyngby er liðið vann Helsingör í dönsku bikarkeppninni í fótbolta í gærkvöldi. Réðust úrslitin í vítakeppni eftir 2:2-jafntefli. Gylfi skoraði fyrra markið úr víti á 31. mínútu og bætti svo við stórkostlegu marki á 45. mínútu. Hann fór af velli á 67. mínútu, eins og Andri Lucas Guðjohnsen. Sævar Atli Magnússon leysti Andra af hólmi. Kolbeinn Birgir Finnsson lék allan leikinn. Freyr Alexandersson þjálfar Lyngby.