Ingólfi Ómari datt í hug að lauma að mér vísu sem er í anda þess hvað árstímann varðar:
Hallar skímu húmar að
hylur gríma skjáinn.
Fellur hrím á feyskið blað
frosin híma stráin.
Á Boðnarmiði orti hann á
mánudag: Fallegur er
himinninn núna.
Hnígur sólin hafs að djúpi
hylja skuggar grund og fláa.
Skýjarönd með skarlatshjúpi
skreytir loftið rökkurbláa.
Pétur Stefánsson gaukaði að mér þessum tveim vísum, en veðrið hafði leikið við okkur með bjartviðri og stillum undanfarið:
Vermir geð og veitir mér
von að depurð linni.
Þessi tíð sem úti er
okkar kætir sinni.
Síðan áfram: Nú eru jarðskjálftar og landris með kvikuinnskoti nálægt Bláa lóninu. Af því tilefni varð þessi vísa til:
Kvika að yfirborði berst,
bráðum magnast tjónið.
Fyrr en varir getur gerst
að gjósi við Bláa lónið.
Stefán Vilhjálmsson yrkir
Mývatnssveitarlimruna:
Lítur yfir löndin sín (slegin),
ljúft í heiði sólin skín (fegin).
Milt þú syngur
Mývetningur:
Blessuð sértu sveitin mín (megin).
Gísli Gíslason skrifar á Boðnarmjöð á laugardag, að heilög þrenning láti ekki að sér hæða – vígslubiskupar taki ákvarðanir um stjórnsýslu:
Allt verður betra með biskupa þrjá,
hér byggjum við ekkert á sandi.
Tveir munu karlar um kontórinn sjá
en konan er heilagur andi.
Reinhold Richter um
Hund til huggunar:
Úti þrestir epli kroppa.
Inn um glugga sólin skín.
Hálsakot í læðist loppa
Lasinn bryð ég aspirín.
Höskuldur Jensson yrkir
með gömlu ívafi:
Meðan Siggi var úti með ærnar,
Áslákur rakaði krærnar.
En Geiri sem náði,
Gaggó með láði,
í garðanum taldi á sér tærnar.