43 Alexander Petersson hefur verið drjúgur með Val í vetur.
43 Alexander Petersson hefur verið drjúgur með Val í vetur. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Valsmenn hafa lánað hinn 43 ára gamla Alexander Petersson til handknattleiksliðsins Al-Arabi í Katar í einn mánuð. Þar mun hann leika með liðinu í asíska meistarabikarnum í nóvembermánuði en snýr aftur til Vals í desember

Valsmenn hafa lánað hinn 43 ára gamla Alexander Petersson til handknattleiksliðsins Al-Arabi í Katar í einn mánuð. Þar mun hann leika með liðinu í asíska meistarabikarnum í nóvembermánuði en snýr aftur til Vals í desember. Alexander, landsliðsmaður Íslands til fjölda ára, tók fram skóna eftir árs hlé í sumar og er fimmti markahæsti leikmaður Vals í úrvalsdeildinni með 22 mörk í fyrstu átta leikjum tímabilsins.