Laugardalsvöllur Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á fleygiferð á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Hin þýska Jule Brand eltir hana.
Laugardalsvöllur Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á fleygiferð á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Hin þýska Jule Brand eltir hana. — Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Þýskaland vann verðskuldaðan sigur á Íslandi, 2:0, í Þjóðadeild kvenna í fótbolta á Laugardalsvellinum í kvöld en sá sigur var ekki í höfn hjá þýska liðinu fyrr en í lokin. Lea Schüller átti hörkuskot í þverslá íslenska marksins strax á 4

Í Laugardal

Víðir Sigurðsson

Bjarni Helgason

Jóhann Ingi Hafþórsson

Ásta Hind Ómarsdóttir

Þýskaland vann verðskuldaðan sigur á Íslandi, 2:0, í Þjóðadeild kvenna í fótbolta á Laugardalsvellinum í kvöld en sá sigur var ekki í höfn hjá þýska liðinu fyrr en í lokin.

Lea Schüller átti hörkuskot í þverslá íslenska marksins strax á 4. mínútu og þýska liðið var sterkari aðilinn frá byrjun en Ísland átti ágætar sóknir inn á milli. Boltinn hrökk í stöng og út á 33. mínútu eftir fyrirgjöf Svenju Huth frá hægri.

Þýskaland fékk vítaspyrnu á 65. mínútu þegar Telma markvörður braut á Schüller. Guilia Gwinn skoraði úr henni af öryggi.

Ísland fékk gott færi til að jafna metin á 85. mínútu þegar Diljá Ýr Zomers slapp ein gegn Ann-Katrin Berger markverði sem varði vel frá henni með úthlaupi. Strax í kjölfarið virtist brotið á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í skoti í vítateignum en ekkert var dæmt.

Í blálokin skoraði svo Klara Bühl með föstu skoti frá vítateig og gulltryggði þýskan sigur.

Höf.: Víðir Sigurðsson, Bjarni Helgason, Jóhann Ingi Hafþórsson