Tónlistarmenn frá norðurslóðum munu koma saman og bjóða upp á einstakt tækifæri til að kanna grípandi heim tónlistar norðurslóða á Arctic Waves sem haldin er í Norræna húsinu 1.-3. nóvember í tengslum við Iceland Airwaves

Tónlistarmenn frá norðurslóðum munu koma saman og bjóða upp á einstakt tækifæri til að kanna grípandi heim tónlistar norðurslóða á Arctic Waves sem haldin er í Norræna húsinu 1.-3. nóvember í tengslum við Iceland Airwaves. Listamennirnir koma frá Grænlandi (Andachan, NUIJA, Sound of the Damned og Tarrak), Kanada (Elisapie, Silla og The Trade Offs) og Sápmi, eins og landsvæði Sama er nefnt (Emil Kárlsen, Katarina Barruk og Niilas). Dagskrá á nordichouse.is.