Frosti Ólafsson mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri Olís.
Frosti Ólafsson mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri Olís. — Morgunblaðið/Eggert
Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, hefur óskað eftir því að láta af störfum frá og með næstu áramótum. Frá þessu er greint í tilkynningu til Kauphallarinnar. Frosti kemur til með að hefja störf hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey & Company á þeim tíma

Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, hefur óskað eftir því að láta af störfum frá og með næstu áramótum. Frá þessu er greint í tilkynningu til Kauphallarinnar. Frosti kemur til með að hefja störf hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey & Company á þeim tíma.

Ingunn Svala Leifsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Olís og tekur við hlutverkinu um næstu áramót. Ingunn Svala starfaði síðast sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Dohop og þar á undan var hún framkvæmdastjóri rekstrar hjá Háskólanum í Reykjavík. Ingunn situr í stjórnum Kviku banka og Ósa hf.