Flugvél Easyjet lendir á Akureyri í gær.
Flugvél Easyjet lendir á Akureyri í gær.
„Við vitum að Easyjet er ekkert að fara af stað fyrir eitt tilraunaverkefni, heldur ætla þau sér að vera áfram,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri …

„Við vitum að Easyjet er ekkert að fara af stað fyrir eitt tilraunaverkefni, heldur ætla þau sér að vera áfram,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, en í gær hófst áætlunarflug milli Akureyrar og London með Easyjet. Flogið verður alla þriðjudaga og laugardaga frá 31. október til 30. mars.

„Það er mikill vilji hér til að kaupa flug og við sjáum að Easyjet-vélin sem fer næsta laugardag er fullbókuð og ég hef heyrt frá Easyjet að það sé vel bókað héðan,“ segir Arnheiður. „Þetta eru auðvitað mikil lífsgæði fyrir okkur,“ segir hún ennfremur.

Von er á fjölgun ferðamanna í kjölfar flugleiðarinnar og aukinni fjárfestingu á svæðinu. » 6