Slysahætta Skortur á merkingum og skiltum veldur misskilningi.
Slysahætta Skortur á merkingum og skiltum veldur misskilningi. — Ljósmynd/Aðsend
Á mánudagskvöld varð bílstjóri þess var að bifreið beygði út af bílastæði Garðheima við Álfabakka og inn á hjólastíg sem liggur þar meðfram götunni. Í stað þess að beygja út á götuna sjálfa beygði bifreiðin of snemma og keyrði hjólastíginn líkt og hann væri akbraut

Á mánudagskvöld varð bílstjóri þess var að bifreið beygði út af bílastæði Garðheima við Álfabakka og inn á hjólastíg sem liggur þar meðfram götunni. Í stað þess að beygja út á götuna sjálfa beygði bifreiðin of snemma og keyrði hjólastíginn líkt og hann væri akbraut.

Erlendur S. Þorsteinsson hjólreiðamaður segir í samtali við Morgunblaðið að skortur á merkingum hafi það í för með sér að í myrkri sé vel hægt að ruglast á hjólreiðastígnum og götunni.

Hann nefnir að áður en ráðist var í framkvæmdir á svæðinu hafi gatan verið einstefnugata á þessum kafla. Hún hafi verið þröng og ekkert breikkuð. Engri miðlínu hefur verið komið fyrir, hvorki á götunni né á hjólastígnum, sem gefið getur til kynna tvístefnu. Erlendur segir áríðandi að merkja svæðið betur.

Morgunblaðið hefur áður fjallað um slysahættu í götunni, en 23. október sl. var talað við framkvæmdastjóra Garðheima sem sagði algengt að þarna væri keyrt á röngum vegarhelmingi. Kallaði hann eftir því að lokið væri við frágang á svæðinu.

Haft var samband við umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar. Engar ábendingar um slysahættu eða umferðarbrot við Álfabakka höfðu þá ratað á hennar borð.