Bandaríski hagfræðingurinn Gary Libecap segir Íslandi og Nýja-Sjálandi hampað fyrir að hafa heildstæðustu og öflugustu fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi.
„Það hryggir mig að segja að Bandaríkin eru mjög neðarlega á þeim lista og að fiskveiðar okkar eru almennt ekki eins verðmætar og framleiðnin minni en hún gæti ella verið,“ segir Libecap.
Fátækir hafa ekki áhuga
Hann flutti nýverið fyrirlestur við Háskóla Íslands um mikilvægi eignarréttar. Vegna áratuga reynslu hans af rannsóknum auðlinda var við hæfi að ræða spár um auðlindaþurrð sem birtust fyrir rúmri hálfri öld í bókinni Endimörk vaxtarins.
„Svo að svar mitt er að bókin Endimörk vaxtarins hefði aðeins getað verið skrifuð af fólki sem bjó í ríkum löndum vegna þess að ef þú ert fátækur þá hefurðu engan áhuga á að lesa um endimörk vaxtar. Þú reiðir þig eftir allt á hann. Það er hagsaga. Þannig hefur efnahagsþróunin verið. Ég er mjög bjartsýnn á það og ég tel að það séu margar ástæður til bjartsýni,“ segir Libecap.
Sum betur hirt en önnur
Libecap veitti því ungur athygli að mun verr var hirt um jarðir á verndarsvæðum indíána en um jarðir í einkaeigu þar sem hann bjó í vesturhluta Bandaríkjanna. Hann segir einkaeignarrétt uppsprettu verðmæta og útskýrir það í blaðinu í dag.