Fögnuðu Afturelding vann Hauka í bikarúrslitaleiknum fyrr á þessu ári.
Fögnuðu Afturelding vann Hauka í bikarúrslitaleiknum fyrr á þessu ári. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Bikarmeistarar Aftureldingar í handbolta karla hefja titilvörnina á heimavelli gegn öðru úrvalsdeildarliði, HK, en dregið var til 16-liða úrslita keppninnar í gær. ÍBV mætir Fram í annarri viðureign úrvalsdeildarliða í Eyjum

Bikarmeistarar Aftureldingar í handbolta karla hefja titilvörnina á heimavelli gegn öðru úrvalsdeildarliði, HK, en dregið var til 16-liða úrslita keppninnar í gær.

ÍBV mætir Fram í annarri viðureign úrvalsdeildarliða í Eyjum.

Fjölnir, sem leikur í 1. deild, fær úrvalsdeildarlið KA í heimsókn.

ÍR, sem leikur í 1. deild, fær úrvalsdeildarlið FH í heimsókn.

B-lið ÍBV fær úrvalsdeildarlið Vals í heimsókn.

Þór á Akureyri, sem leikur í 1. deild, fær úrvalsdeildarlið Selfoss í heimsókn.

ÍH, sem leikur í 2. deild, tekur á móti úrvalsdeildarliði Hauka í Hafnarfjarðarslag í Kaplakrika.

Víðir úr Garði, sem leikur í 2. deild, fær úrvalsdeildarlið Stjörnunnar í heimsókn.

Tvö úrvalsdeildarlið, Grótta og Víkingur, féllu út í 1. umferð keppninnar. 16-liða úrslitin fara fram dagana 17. og 18. nóvember.