Skáld Vigdís Grímsdóttir.
Skáld Vigdís Grímsdóttir. — Morgunblaðið/Kristinn
Málþing til heiðurs skáldkonunni Vigdísi Grímsdóttur verður haldið í Hannesarholti um helgina. „Í tilefni af stórafmæli hennar í sumar verður bæði hátíð og myndlistarsýning í Hannesarholti í nóvember,“ segir í viðburðarkynningu, en Vigdís varð sjötug í ágúst síðastliðnum

Málþing til heiðurs skáldkonunni Vigdísi Grímsdóttur verður haldið í Hannesarholti um helgina. „Í tilefni af stórafmæli hennar í sumar verður bæði hátíð og myndlistarsýning í Hannesarholti í nóvember,“ segir í viðburðarkynningu, en Vigdís varð sjötug í ágúst síðastliðnum.

Til að fagna þeim tímamótum verður haldin samverustund henni til heiðurs 4. nóvember í Hannesarholti kl. 13, þar sem meðal annars verður lesið úr verkum hennar. Sama dag kemur út skáldsaga Vigdísar ­Ævintýrið auk þess sem opnuð verður málverkasýning með verkum hennar. Sýningin stendur til 15. nóvember og er opin alla jafna á opnunartíma Hannesarholts, alla daga nema sunnudaga og mánudaga klukkan 11.30-16,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að málverkasýningin, sem er þriðja einkasýning Vigdísar, nefnist Skáldkisur á striga án titils.

Meðal þeirra sem taka þátt í málþinginu á laugardag og lesa upp úr verkum Vigdísar eru Gerður Kristný, Kristín Eiríksdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Olga Guðrún Árnadóttir, Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, Hanna Óladóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Kristrún Heimisdóttir og Sigurbjörg Þrastardóttir.