Umræður um komandi kjarasamninga eru farnar af stað og undirbúningur hafinn fyrir nokkru hjá aðilum vinnumarkaðarins, bæði hjá Samtökum atvinnulífsins og launþegasamtökunum. Áherslur eru nokkuð ólíkar eins og gefur að skilja, en þó virðist beggja vegna borðsins vera skilningur á því að svigrúm fyrirtækja sé takmarkað. Þetta er þó vissulega misjafnt á milli aðila og sumir láta raunsæið ekki trufla umræðuna. Þá virðist vilji til langtímasamninga, sem er jákvætt enda þörf á þeim stöðugleika sem aðeins slíkir samningar geta veitt.

Umræður um komandi kjarasamninga eru farnar af stað og undirbúningur hafinn fyrir nokkru hjá aðilum vinnumarkaðarins, bæði hjá Samtökum atvinnulífsins og launþegasamtökunum. Áherslur eru nokkuð ólíkar eins og gefur að skilja, en þó virðist beggja vegna borðsins vera skilningur á því að svigrúm fyrirtækja sé takmarkað. Þetta er þó vissulega misjafnt á milli aðila og sumir láta raunsæið ekki trufla umræðuna. Þá virðist vilji til langtímasamninga, sem er jákvætt enda þörf á þeim stöðugleika sem aðeins slíkir samningar geta veitt.

Gallup kannaði viðhorf fólks til þessara mála og athygli vekur að almenningur virðist hafa nokkuð raunsæjar væntingar til komandi samninga. Um helmingur aðspurðra telur svigrúmið innan við 5% og nær fjórir af hverjum tíu telja svigrúmið innan við 4%. Aðildarfélög SA telja svigrúmið minna, en þar telur meirihlutinn að það sé innan við 4% og þriðjungur að það sé innan við 3%.

Báðir þessir hópar, almenningur og fyrirtækin í landinu, telja þörf á lengri samningi en síðast, en fyrirtækin eru þó mun ákveðnari í þeim efnum og telja að samningarnir verði að vera til þriggja ára hið minnsta.

Miklu skiptir um raunverulegar kjarabætur, lækkandi verðbólgu og vexti á næstu árum að samið verði á þessum nótum, um hóflegar hækkanir og til langs tíma.