Arnold Schwarzenegger
Arnold Schwarzenegger
Arnold Schwarzenegger greindi frá því í spjallþætti Grahams Nortons að hann hefði á sínum tíma ráðið raddþjálfara til að hjálpa sér að losna við sinn þykka austurríska hreim. „Ég réð til mín raddþjálfara til að hjálpa mér að losna við hreiminn

Arnold Schwarzenegger greindi frá því í spjallþætti Grahams Nortons að hann hefði á sínum tíma ráðið raddþjálfara til að hjálpa sér að losna við sinn þykka austurríska hreim.

„Ég réð til mín raddþjálfara til að hjálpa mér að losna við hreiminn. Hann er nú því miður látinn – annars myndi ég sennilega að biðja um endurgreiðslu,“ sagði Schwarzenegger. „En ég lagði hart að mér. Ég man að hann sagði: „Þú veist að þú segir alltaf s-ríí í staðinn fyrir þríí. Svo hann lét mig segja þrjúþúsundþrjúhundruðþrjátíuogþrír, með þ-i en ekki s-i. Það fyndna er samt að framleiðendurnir, leikstjórarnir og allir hinir snillingarnir sögðu að hreimurinn væri hindrun og ég gæti aldrei orðið vinsæll leikari,“ sagði Schwarzenegger og bætti við að hreimurinn í Conan the Barbarian og The Terminator hefði verið sinn helsti styrkur.