Línumaður Tryggvi Þórisson verður áfram í sænsku úrvalsdeildinni.
Línumaður Tryggvi Þórisson verður áfram í sænsku úrvalsdeildinni. — Ljósmynd/Jozo Cabraja
Handknattleiksmaðurinn Tryggvi Þórisson hefur skrifað undir nýjan samning við topplið sænsku úrvalsdeildarinnar, Sävehof. Selfyssingurinn, sem leikur í stöðu línumanns og er sérstaklega sterkur varnarmaður, samdi við Sävehof sumarið 2022 og lék vel á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku

Handknattleiksmaðurinn Tryggvi Þórisson hefur skrifað undir nýjan samning við topplið sænsku úrvalsdeildarinnar, Sävehof. Selfyssingurinn, sem leikur í stöðu línumanns og er sérstaklega sterkur varnarmaður, samdi við Sävehof sumarið 2022 og lék vel á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku.

Hann er 21 árs og var hluti af bronsliði U21-árs landsliðs Íslands á HM 2023 í Grikklandi og Þýskalandi í sumar.