Spennandi Verðlaunin verða afhent í Grósku eftir rúma viku.
Spennandi Verðlaunin verða afhent í Grósku eftir rúma viku. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Upplýst hefur verið um tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2023 sem afhent verða í Grósku 9. nóvember. Í tilefni þess að verðlaunin verða nú veitt í 10. sinn hefur verðlaunaflokkum verið fjölgað í þrjá undir heitunum: vara, staður og verk

Upplýst hefur verið um tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2023 sem afhent verða í Grósku 9. nóvember. Í tilefni þess að verðlaunin verða nú veitt í 10. sinn hefur verðlaunaflokkum verið fjölgað í þrjá undir heitunum: vara, staður og verk. Þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki og af þeim hlýtur einn sigurvegari í hverjum flokki Hönnunarverðlaun Íslands 2023, sem eru hvoru tveggja heiðurs- og peningaverðlaun.

Auk þess verða veitt Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun.

Sem vara ársins eru tilnefnd Loftpúðinn eftir Fléttu, Hrefnu Sigurðardóttur og Birtu Rós Brynjólfsdóttur fyrir Fólk Reykjavík; Ranra x Salomon eftir Arnar Má Jónsson og Luke Stevens fyrir Salomon og Svífandi stígar eftir Birgi Þ. Jóhannsson og Laurent Ney.

Sem staður ársins eru tilnefnd Hlöðuberg eftir Studio Bua; Dvergsreitur eftir arkitektastofurnar Krads og Trípólí ásamt Landmótun og Edda, hús íslenskunnar, eftir Hornsteina arkitekta.

Sem verk ársins eru tilnefnd bókin Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur arkitekt; gjörningurinn Pítsustund eftir Fléttu, Hrefnu Sigurðardóttur og Birtu Rós Brynjólfsdóttur og Ýrúrarí, Ýr Jóhannsdóttur, og merkinga- og leiðakerfið Vegrún eftir Kolofon og co.

Allar nánari upplýsingar um tilnefningar ársins má finna á vefnum honnunarmidstod.is.