Gagnrýnendur bresku dagblaðanna The Times, Sunday Times og The Guardian virðast á sama máli um að Bráðin eftir Yrsu Sigurðardóttur sé í hópi bestu glæpasagna nóvembermánaðar þar í landi

Gagnrýnendur bresku dagblaðanna The Times, Sunday Times og The Guardian virðast á sama máli um að Bráðin eftir Yrsu Sigurðardóttur sé í hópi bestu glæpasagna nóvembermánaðar þar í landi. Hvert blað velur fjórar bækur nema The Sunday Times sem velur fimm og er Bráðin (e. The Pray) á öllum listunum þremur. Gagnrýnendur blaðanna eru sammála um að sagan ríghaldi lesandanum frá upphafi til enda.

Það er Victoria Cobb sem þýðir bókina á ensku.