— Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Opin sam­veru­stund var hald­in í Ástjarn­ar­kirkju í Hafnar­f­irði klukk­an 18 í gær vegna banaslyss sem varð á Ásvöll­um á mánudaginn þegar átta ára gamall drengur lést. Slysið varð við bif­reiðastæði á milli Ásvalla­laug­ar og íþrótta­húss Hauka

Opin sam­veru­stund var hald­in í Ástjarn­ar­kirkju í Hafnar­f­irði klukk­an 18 í gær vegna banaslyss sem varð á Ásvöll­um á mánudaginn þegar átta ára gamall drengur lést.

Slysið varð við bif­reiðastæði á milli Ásvalla­laug­ar og íþrótta­húss Hauka. Dreng­ur­inn var þar á reiðhjóli þegar hann varð fyr­ir steypu­bíl.

Umsjón með opnu samverustundinni höfðu prest­ar Ástjarn­ar­kirkju, sr. Arn­ór Bjarki Blom­ster­berg og sr. Bolli Pét­ur Bolla­son, en stundin var hugsuð sem vett­vang­ur fyr­ir sam­fé­lagið til að votta virðingu sína. Lagði fjöldi fólks leið sína í kirkjuna til að sýna samstöðu og stuðning í verki og hlusta á styrkjandi orð á erfiðum tímum.