Bogi Nils Bogason
Bogi Nils Bogason
„Salan hefur verið ágæt og í takt við okkar væntingar,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair um tengiflug sem félagið hefur verið með í tilraunaskyni frá Akureyri til Keflavíkur þrisvar í viku

„Salan hefur verið ágæt og í takt við okkar væntingar,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair um tengiflug sem félagið hefur verið með í tilraunaskyni frá Akureyri til Keflavíkur þrisvar í viku. Þaðan geta farþegar tengst áætlunarflugi Icelandair til Evrópu og N-Ameríku en farið í gegnum öryggisleit á Akureyri.

Bogi segir framkvæmd tengiflugsins hafa gengið vel fyrir sig og vilji sé til að halda því áfram. Flugið hófst 15. október og stendur til 30. nóvember. „Þetta hefur verið okkar stefna, að tengja landsbyggðina betur við þessa mjög sterku tengimiðstöð sem er í Keflavík, og við sjáum veruleg tækifæri í því,“ segir Bogi en bendir á að til að tengiflugið virki sem best þurfi gott samstarf að eiga sér stað. » 4