Stýrivextir Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur staðið fast á því að vextir kunni að hækka enn frekar ef bankinn telur þörf á því.
Stýrivextir Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur staðið fast á því að vextir kunni að hækka enn frekar ef bankinn telur þörf á því. — AFP
Bandaríski seðlabankinn ákvað í gær að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 5,25%-5,5%. Þetta er í annað skiptið í röð sem bankinn heldur vöxtum óbreyttum, eftir að hafa hækkað vexti ellefu sinnum frá því í fyrravar

Bandaríski seðlabankinn ákvað í gær að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 5,25%-5,5%. Þetta er í annað skiptið í röð sem bankinn heldur vöxtum óbreyttum, eftir að hafa hækkað vexti ellefu sinnum frá því í fyrravar. Vextir hafa ekki verið hærri vestanhafs í 22 ár.

Við síðustu yfirlýsingu bankans kom fram að vextir kynnu að hækka enn frekar ef þörf þykir á – og þau orð voru ítrekuð við ákvörðun bankans í gær. Umsvifin í bandaríska hagkerfinu jukust meira á þriðja ársfjórðungi en búist hafði verið við. Greiningaraðilar höfðu þó gert ráð fyrir óbreyttum vöxtum í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs, sem kann að hafa áhrif á olíuverð, auk þess sem ávöxtunarkrafa á bandarísk skuldabréf hefur hækkað.