Ferðastyrkur var nýverið afhentur 15 börnum og fjölskyldum þeirra, en alls hafa 740 fjölskyldur notið stuðnings úr sjóðnum Vildarbörn og meira en 3.500 manns ferðast á vegum hans. „Við erum mjög stolt af sjóðnum og þakklát viðskiptavinum okkar fyrir …

Ferðastyrkur var nýverið afhentur 15 börnum og fjölskyldum þeirra, en alls hafa 740 fjölskyldur notið stuðnings úr sjóðnum Vildarbörn og meira en 3.500 manns ferðast á vegum hans.

„Við erum mjög stolt af sjóðnum og þakklát viðskiptavinum okkar fyrir þeirra framlag til þessa góða málefnis,“ segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair.

Sjóðurinn var hugarfóstur Peggy Helgason, konu Sigurðar Helgasonar fv. forstjóra Flugleiða, og er nú á 20. starfsári. Markmið sjóðsins er að gefa langveikum börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til að fara í sína draumaferð til útlanda. Peggy situr í stjórn Vildarbarna Icelandair og Sigurður er formaður, en Vigdís Finnbogadóttir er verndari sjóðsins. Hann er fjármagnaður með framlagi Icelandair, flugfarþega og myntsöfnun í vélum.