Riða Dr. Vincent Béringue fjallaði um rannsóknir sínar á Hvammstanga í gær og sóttu margir fundinn enda hvíla riðumál þungt á Húnvetningum.
Riða Dr. Vincent Béringue fjallaði um rannsóknir sínar á Hvammstanga í gær og sóttu margir fundinn enda hvíla riðumál þungt á Húnvetningum. — Ljósmynd/Stefanía Þorgeirsdóttir
Þessa dagana standa Bændasamtökin fyrir nokkrum fræðslufundum á landsbyggðinni um riðu þar sem franski riðusérfræðingurinn dr. Vincent Béringue hefur kynnt rannsóknir sínar á næmi arfgerða sem finnast í sauðfé gegn riðu

Þessa dagana standa Bændasamtökin fyrir nokkrum fræðslufundum á landsbyggðinni um riðu þar sem franski riðusérfræðingurinn dr. Vincent Béringue hefur kynnt rannsóknir sínar á næmi arfgerða sem finnast í sauðfé gegn riðu.

Auk hans hafa flutt erindi á
fundinum sérfræðingar Matvæla-
stofnunar, Keldna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands.

Taugahrörnunarsjúkdómur

Í samtali við Morgunblaðið segir dr. Vincent Béringue að riðuveiki sé taugahrörnunarsjúkdómur sem finnist í sauðfé og geitum og sé af völdum príónpróteina. Príon er prótein sem er ólíkt vírusum eða bakteríum þar sem þau eru mynduð úr skemmdu, sjúklegu formi próteins frá hýslinum sem kallast príonprótein. Segir hann að hið sjúklega form próteinsins sé nefnt PrPSc en venjulegt form þess PrPC. Meðan á sýkingu stendur umbreytir hið skemmda form PrPSc stöðugt hinu eðlilega PrPC í frekar meinafræðilegt PrPSc, sem leiðir til uppsöfnunar þess í heila dýranna og síðan til dauða.

Afbrigði sem veita mótstöðu hafa fundist

Dr. Vincent segir að markmiðið með rannsóknunum sé að takast á við spurninguna um hvort breytileiki í PrP-príónpróteini í genum sauðfjár geti leitt til aukinnar mótstöðu gegn riðuveiki á Íslandi. Slík afbrigði hafa fundist í arfgerð íslenska sauðfjárstofnsins.

Aðferðina sem notuð er segir hann líkja í meginatriðum eftir því sem getur gerst í riðuveikum heila kindar, en á hraðari hátt. Lífssýnum úr riðuveikum sauðfjárheila er blandað við lífssýni úr heilbrigðum sauðfjárheila. Eftir ákveðinn tíma sé mælt hvort riðuveiku PrPSc hafi tekist að umbreyta príónpróteininu PrPC sem ber breytileikann í riðuveikt form.

Getur stytt leiðina

„Ef svarið er jákvætt getum við dregið þá ályktun að breytileikinn sé mögulega ekki að veita vörn við riðusmiti vegna þess að það getur ekki komið í veg fyrir að PrPC sé breytt í PrPSc. En ef svarið er neikvætt má draga þá ályktun að breytileikinn sé mögulega áhugaverður,“ segir dr. Vincet.

Spurningu um hvort þessi rannsóknaraðferð geti stytt leiðina að því marki að finna fleiri verndandi genasamsætur en ARR fyrir riðu í íslensku sauðfé, segir hann að svo geti verið, í vissum skilningi. Það sé vegna þess að þessi tækni geri bæði kleift að skima breytileikana með fljótlegum hætti og það sem meira er, hún geti nýst til að útrýma afbrigðum sem útiloka arfgerðir sem veita ekki vörn gegn riðu.

„Þetta er gott, hraðvirkt forskimunarpróf,“ segir hann.