Kópavogur Kársneskirkja og safnaðarheimilið Borgir til hægri á myndinni.
Kópavogur Kársneskirkja og safnaðarheimilið Borgir til hægri á myndinni. — Mogunblaðið/Sigurður Bogi
Fagnað verður í Kársnessöfnuði í Kópavogi nk. þriðjudag, 7. nóvember, að Mál dagsins, samverustund sem er vikulega í safnaðarheimilinu Borgum, hefur verið 20 ár á dagskrá. Á hverjum þriðjudegi frá í september fram í maí kemur fólk saman kl

Fagnað verður í Kársnessöfnuði í Kópavogi nk. þriðjudag, 7. nóvember, að Mál dagsins, samverustund sem er vikulega í safnaðarheimilinu Borgum, hefur verið 20 ár á dagskrá. Á hverjum þriðjudegi frá í september fram í maí kemur fólk saman kl. 14.30 og svo er tekið lagið. Síðan kemur fyrirlesari og ræðir um áhugavert efni. Þau sem halda erindin þurfa í upphafi að geta ætternis síns og fara yfir ættfræðina aðeins þannig að fólk tengi. Klukkan 15.30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16 með stuttri bæn.

Síðustu áratugi hafa 35-50 manns sótt fundina. Ár hvert er svo farið í safnaðarferðir á haustin og nýlega var farið að Reynivöllum í Kjós. Þá var fyrir skemmstu farið í Eddu hús íslenskra fræða þar sem Jón Atli Benediktsson rektor sagði frá starfi HÍ. Einnig var farið á Seltjarnarnes þar sem Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri talaði.

Þau sem hafa tekið þátt í Máli dagsins í gegnum tíðina og lagt þar orð í belg eru m.a. Gísli Örn Garðarsson leikari, Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri, Nanna Briem geðlæknir, Páll Stefánsson ljósmyndari, Stefán Hilmarsson og Þórir Úlfarsson tónlistarmenn og Sigríður Hagalín rithöfundur og fréttakona.

Hinn 7. nóvember fær Mál dagsins afmælisgesti úr Grafarvogssókn. Lagið verður tekið, erindi flutt og endirinn er kaffisamsæti. Dagskráin hefst kl. 14. sbs@mbl.is