Jan Reckendorff ríkissaksóknari Danmerkur lýsti því yfir í gær að Claus Hjort Frederiksen, fyrrv. varnarmálaráðherra Danmerkur, og Lars Findsen, fyrrv. yfirmaður leyniþjónustu danska hersins, yrðu ekki sóttir til saka fyrir landráð

Jan Reckendorff ríkissaksóknari Danmerkur lýsti því yfir í gær að Claus Hjort Frederiksen, fyrrv. varnarmálaráðherra Danmerkur, og Lars Findsen, fyrrv. yfirmaður leyniþjónustu danska hersins, yrðu ekki sóttir til saka fyrir landráð.

Þeim var m.a. gefið að sök að hafa lekið ríkisleyndarmálum til fjölmiðla, en hæstiréttur Danmerkur úrskurðaði í síðasta mánuði að réttarhöldin yfir þeim gætu ekki farið alfarið fram fyrir lokuðum dyrum. Leyniþjónustan telur sér því ekki fært að láta þau gögn sem málaferlin byggja á af hendi, og er málinu því sjálfhætt, að sögn Reckendorffs.