Opal Seglskútan sú er eikarbátur.
Opal Seglskútan sú er eikarbátur.
Sá einstaki sérviðburður verður á Iceland Airwaves-hátíðinni í Reykjavík í dag, fimmtudag, að lista-, tónlistar- og kvikmyndagerðarkonan Kira Kira, eða Kristín Björk Kristjánsdóttir, mun sigla með blásarasveit á seglskútunni Ópal að bryggjunni á bak við Hörpu

Sá einstaki sérviðburður verður á Iceland Airwaves-hátíðinni í Reykjavík í dag, fimmtudag, að lista-, tónlistar- og kvikmyndagerðarkonan Kira Kira, eða Kristín Björk Kristjánsdóttir, mun sigla með blásarasveit á seglskútunni Ópal að bryggjunni á bak við Hörpu.

Skúturómantík þessi mun eiga sér stað frá kl. 16-17 og gert er ráð fyrir að áhorfendur og hlustendur standi á bryggjunni á bak við Hörpu „með gott í hjartanu á meðan við siglum frá Engey spilandi og syngjandi fyrir ykkur“, eins og Kira Kira segir sjálf í kynningu. „Svo fáum við okkur kakó saman um borð þegar við leggjum að bryggju eftir frumflutning á tónverkinu The Night At The Lighthouse P1.“ Með Kiru Kiru er einvalalið í tónlistarflutningi þessum, Sigurlaug Thorarensen syngur með henni, í trompet blása Áki Ásgeirsson og Eiríkur Orri Ólafsson, á básúnur leika þeir Samúel Jón Samúelsson og Ingi Garðar Erlendsson og um hljóðgervla fer fimum fingrum sjálfur Hermigervill.