— Unsplash/K. Mitch Hodge
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í dag, fimmtudaginn 2. nóvember 2023, eru liðin 110 ár frá því að Morgunblaðið var stofnað. Síðustu 32 vikurnar hafa Morgunblaðið og Icelandair glatt heppna áskrifendur Morgunblaðsins með gjafabréfum í formi flugmiða frá Icelandair í tilefni af 110…

Í dag, fimmtudaginn 2. nóvember 2023, eru liðin 110 ár frá því að Morgunblaðið var stofnað. Síðustu 32 vikurnar hafa Morgunblaðið og Icelandair glatt heppna áskrifendur Morgunblaðsins með gjafabréfum í formi flugmiða frá Icelandair í tilefni af 110 farsælum árum Morgunblaðsins á íslenskum fjölmiðlamarkaði.

Þessum tímamótum fagna Morgunblaðið og Icelandair í sameiningu með því að draga út heppinn áskrifanda sem hlýtur glæsilega utanlandsferð fyrir tvo í formi gjafabréfs með Icelandair til Gran Canaria. Gjafabréfið er að verðmæti 400 þúsund íslenskar krónur og gildir á ferðum til Kanarí á fyrstu mánuðum nýs árs þar sem gist er á fallegu fjögurra stjörnu hóteli í fjallshlíðum Taurito-dalsins með allt innifalið.

Kósíheit á Kanarí

Kanarí hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem einn vinsælasti áfangastaður sólþyrstra Íslendinga enda er eyjan einstaklega sjarmerandi og töfrandi. Á Gran Canaria geturðu flatmatað í sólinni, skoðað stórbrotnar náttúruperlur, stundað hreyfingu sem rífur upp adrenalínið eða rölt um litla fallega bæi þar sem tíminn stendur í stað. Á Kanarí er allt til alls og því allar forsendur fyrir hendi fyrir fullkomið frí í hlýlegu loftslagi og umhverfi sem skilur engan eftir ósnortinn.

Fjögurra stjörnu hótel í fallegri fjallshlíð

Mogan Princess & Beach Club er gott hótel á fallegum stað í hlíðum Taurito-dalsins. Fallegt útsýni er yfir Atlantshafið og Puerto de Mogán. Ókeypis skutla er í boði nokkrum sinnum á dag niður á Taurito-ströndina og þar er strandklúbbur á vegum hótelsins.

Þetta hótel er með allt innifalið. Hægt er að panta gegn aukagjaldi allt innifalið plús en það er eingöngu í boði fyrir 18 ára og eldri, þá er í boði meira úrval af áfengum drykkjum.

Í hótelinu eru 212 rúmgóðar vistarverur. Hægt er að velja um tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi og svítur sem rúma allt að þrjá fullorðna og barn. Innréttingar eru klassískar og smekklegar, í ljósum litum. Flísar eru á gólfum. Alls staðar er loftkæling og upphitun, flatskjássjónvarp með gervihnattarásum og smábar. Öryggishólf og straujárn eru gegn gjaldi. Á baðherbergjum er baðker og sturta, hárþurrka og ókeypis baðvörur. Við öll herbergin er verönd eða svalir búnar húsgögnum, með útsýni yfir hafið.

Ókeypis þráðlaus nettenging er við gestamóttökuna og á aðalsundlaugarsvæðinu. Morgun-, hádegis- og kvöldverður borinn fram á hlaðborðsveitingastaðnum Princess. Snarl og drykkir af ýmsu tagi eru í boði á La Choza og það sama má segja um Beach Club, klúbbinn sem hótelið rekur við ströndina. A diskóbarnum er skemmtilegt að fá sér ljúfan drykk eða dilla sér við tónlist en starfsfólk sér um skemmtiatriði öll kvöld.

Sundlaugarnar eru þrjár, á aðalveröndinni er stór sundlaug, sem er hituð upp yfir vetrarmánuðina, og sérlaug fyrir börnin. Þriðja laugin er útsýnislaug sem aðeins er opin fullorðnum. Starfsfólk sér um að hafa ofan af fyrir yngri jafnt sem eldri gestum yfir daginn með leikfimi og leikjum. Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er meðal annars þvotta- og þurrhreinsiþjónusta, bílaleiga og lítil kjörbúð með helstu nauðsynjum.

Mogan Princess er á fallegum stað í Taurito-dalnum. Ókeypis skutla er nokkrum sinnum á dag niður á sandströndina og einu sinni á dag til þorpsins Puerto de Mogán. Athugið að þar sem hótelið er byggt utan í fjallshlíð getur þurft að ganga nokkurn spöl innan hótelsins sjálfs og nokkuð er um tröppur þó að lyftur séu þar líka.

Allt til alls í ferð drauma þinna

Strendurnar á Kanarí bjóða upp á sólskin og gullinn sand allan daginn þar sem notalegt er að liggja í sólbaði og njóta lífsins við sjávarsíðuna í hreinni náttúruparadís. Einnig er hægt að stunda alls kyns útivist og vatnasport þar sem lofthiti er oftast yfir 20 gráður yfir vetrartímann en hitinn fer oft vel yfir 20 gráðurnar á sumrin. Sjávarhiti á Kanarí er yfirleitt á bilinu 18-22 gráður og því algengt að kafarar og brimbrettakappar flykkist þangað en ekki síður göngu- og hjólreiðafólk, klifrarar og annað ævintýrafólk sem þykir gaman að upplifa og skapa nýjar og framandi minningar. Á meðal áhugafólks um adrenalín eru margir sem kjósa að hafa fríið með rólegra móti og elska að slappa af, sleikja sólina og njóta þess að dorma á ylvolgri strönd með kaldan drykk í hendi.

Stærri og smærri strendur eru um allt á eyjunni. Hvort sem þær eru líflegar og fjörugar eða rólegar og fámennar – þú velur hvar þú vilt sleikja sólina og hvað hentar þér og þínum best. Svo er ekki úr vegi að njóta þess að vera í núinu á sundlaugarbakkanum á Mogan Princess & Beach club-hótelinu þar sem þjónustustigið er hátt og útsýnið stórbrotið.