Saumað Eitt þeirra klæða sem sjá má í Þjóðminjasafni Íslands.
Saumað Eitt þeirra klæða sem sjá má í Þjóðminjasafni Íslands.
Með verkum handanna nefnist sýning sem opnuð verður í Þjóðminjasafni Íslands á morgun kl. 14. „Á sýningunni verða öll fimmtán íslensku refilsaumsklæðin sem varðveist hafa

Með verkum handanna nefnist sýning sem opnuð verður í Þjóðminjasafni Íslands á morgun kl. 14. „Á sýningunni verða öll fimmtán íslensku refilsaumsklæðin sem varðveist hafa. Klæðin eru stórfenglegt framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar listasögu. Sex klæðanna eru í eigu erlendra safna sem lána þau til Íslands í tilefni sýningarinnar,“ segir í tilkynningu frá safninu. Þar kemur fram að sýningin sé stærsti viðburðurinn á 160 ára afmælisári Þjóðminjasafnsins og muni standa til 5. maí 2024.

Viðamikil dagskrá verður í Þjóðminjasafninu meðan á sýningunni stendur; hádegisfyrirlestrar, sérfræðileiðsagnir og námskeið. Í janúar verður efnt til málþings um refilsaumsklæðin. Í október gaf safnið út samnefnda bók eftir Elsu E. Guðjónsson, byggða á áratugarannsóknum hennar á íslensku refilsaumsklæðunum.