Vladimír Pútín
Vladimír Pútín
Vladimír Pútín Rússlandsforseti undirritaði í gær lög, þar sem staðfesting Rússlands á sáttmálanum um algjört bann við tilraunum með kjarnorkuvopn, CTBT, var afturkölluð. Sáttmálinn, sem var undirritaður árið 1996, bannar allar kjarnorkusprengingar, …

Vladimír Pútín Rússlandsforseti undirritaði í gær lög, þar sem staðfesting Rússlands á sáttmálanum um algjört bann við tilraunum með kjarnorkuvopn, CTBT, var afturkölluð. Sáttmálinn, sem var undirritaður árið 1996, bannar allar kjarnorkusprengingar, jafnt í friðsömum tilgangi og hernaðarlegum, en hann hefur þó ekki gengið formlega í gildi, þar sem sum ríki, Bandaríkin og Kína þar á meðal, hafa ekki staðfest hann. Hvorugt ríkið hefur þó gert tilraunir með kjarnorkuvopn eftir undirritun sáttmálans.

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna gagnrýndi í gær ákvörðun Rússa og skoraði á rússnesk stjórnvöld að standa áfram við samninginn. Pútín hefur sagt að of snemmt sé að segja til um hvort Rússar hefji tilraunasprengingar á ný.