Garðabær Hálfur milljarður verður sóttur með auknum álögum.
Garðabær Hálfur milljarður verður sóttur með auknum álögum. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Aðhaldsaðgerðir sem eiga að bæta rekstur A-hluta bæjarins um milljarð króna voru kynntar á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar í gær. Um er að ræða þríþætta aðgerð sem miðar að því að hækka álagningarhlutfall útsvars, hægja á framkvæmdum og auka aðhald í rekstri

Aðhaldsaðgerðir sem eiga að bæta rekstur A-hluta bæjarins um milljarð króna voru kynntar á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar í gær. Um er að ræða þríþætta aðgerð sem miðar að því að hækka álagningarhlutfall útsvars, hægja á framkvæmdum og auka aðhald í rekstri.

Var tillaga lögð fyrir fundinn í gær sem kveður á um að álagningarhlutfall útsvars fari úr 13,92% í 14,48%.

Að sögn Almars Guðmundssonar, bæjarstjóra í Garðabæ, gera áætlanir ráð fyrir því að helmingur þessa milljarðs króna verði sóttur með auknum álögum og um helmingur með aðhaldi í rekstri. Eftir sem áður er gert ráð fyrir rekstrarhalla upp á um 83 milljónir króna. Þá segir Almar að dregið verði úr framkvæmdum þar sem það er hægt, en tekur fram að uppbygging skólamannvirkja muni halda áfram sem og endurbætur á eldra skólahúsnæði vegna rakaskemmda.

„Við höfum verið í jákvæðri afkomu undanfarin ár en þegar það er skoðað betur kemur í ljós að sala lóða hefur í rauninni staðið undir hluta af því. Við viljum að það fari í fjárfestingar og uppbyggingu en ekki í reksturinn. Þess vegna er gripið til þessara aðgerða,“ segir Almar. vidar@mbl.is