Núllstilla Úr sýningunni Reloading.
Núllstilla Úr sýningunni Reloading.
Reloading nefnist danssýning sem Forward, Listahópur Reykjavíkur 2023, sýnir í hátíðarsal Klassíska listdansskólans á Grensásvegi 14 á morgun, laugardag, kl. 18 og 20. „Reloading er hluti af verkefninu „Skissan“ sem er vettvangur…

Reloading nefnist danssýning sem Forward, Listahópur Reykjavíkur 2023, sýnir í hátíðarsal Klassíska listdansskólans á Grensásvegi 14 á morgun, laugardag, kl. 18 og 20.

Reloading er hluti af verkefninu „Skissan“ sem er vettvangur fyrir unga danshöfunda og unga dansara til að vinna og þróa aðferðir saman. Í verkinu er gerð tilraun til að byrja upp á nýtt, núllstilla líkamann og finna nýjar leiðir til að sviðsetja hann. Við bjóðum þér í ferðalag á plánetu Venusar. Femínísk útópía þar sem feðraveldið varð aldrei til. Við skoðum hlutgervinguna og væntingarnar sem settar eru á líkama okkar og reynum að komast fram hjá þeim. Hvernig myndum við upplifa heiminn og eigin líkama? Er hægt að horfa á líkamann á sviði án þess að hlutgera hann?

Dansverkið Reloading er litrík sýning sem leikur við augað með sjónhverfingum og kitlar hláturtaugarnar á meðan gerð er tilraun til að núllstilla líkamann.“ Allar nánari upplýsingar eru á vefnum dansgardurinn.is.