Skýrst gæti í dag hvort stéttarfélög og landssambönd innan ASÍ verða í samfloti í kjaraviðræðunum við Samtök atvinnulífsins sem eru fram undan í vetur. Formenn aðildarfélaga og landssambanda ASÍ koma saman til fundar í dag, þar sem ræða á m.a

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Skýrst gæti í dag hvort stéttarfélög og landssambönd innan ASÍ verða í samfloti í kjaraviðræðunum við Samtök atvinnulífsins sem eru fram undan í vetur.

Formenn aðildarfélaga og landssambanda ASÍ koma saman til fundar í dag, þar sem ræða á m.a. undirbúning fyrir endurnýjun kjarasamninganna og hvort áhugi er á að fylkingar fari sameinaðar í viðræðurnar eða hver í sínu lagi skv. upplýsingum Morgunblaðsins.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ og einn af varaforsetum ASÍ, sagði í gær að viðræður væru í gangi milli hópa.

„Það er verið að reyna að þétta raðirnar eins og mögulegt er. Auðvitað vonar maður að fyrir þessa samninga takist okkur að þétta raðirnar þannig að hópurinn verði samstíga,“ sagði Kristján Þórður.

Stéttarfélögin ætla að leggja áherslu á styttingu vinnutíma í samingunum.

Höf.: Ómar Friðriksson