Skotárás Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í Úlfarsárdal.
Skotárás Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í Úlfarsárdal. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kalla þurfti sérsveit ríkislögreglustjóra til vegna skotárásar við fjölbýlishús í Úlfarsárdal aðfaranótt fimmtudags. Einn særðist í árásinni og var fluttur á slysadeild. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í gærkvöld

Kalla þurfti sérsveit ríkislögreglustjóra til vegna skotárásar við fjölbýlishús í Úlfarsárdal aðfaranótt fimmtudags. Einn særðist í árásinni og var fluttur á slysadeild. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í gærkvöld. Þá hafnaði skot inni í íbúð fólks sem ekki er talið tengjast málinu.

Þegar sérsveitina bar að garði var árásarmaðurinn farinn á brott. Í gærkvöld hafði lögregla handtekið sex sem liggja undir grun um aðild að málinu. Lögregla kvaðst þá ekki getað gefið upp hvort tekist hefði að hafa hendur í hári þess sem ábyrgur er fyrir árásinni.

Í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér í kjölfar árásarinnar kom fram að ekki lægi fyrir hvað hefði búið að baki henni, en grunur léki á að hún tengdist útistöðum tveggja hópa. mist@mbl.is