Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar ætti að ganga fyrir áður en farið verði í að koma fyrir sérstökum sjúkraþyrlum á landsbyggðinni, segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. Georg gagnrýnir fullyrðingar Vilhjálms Árnasonar, þingmanns…

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar ætti að ganga fyrir áður en farið verði í að koma fyrir sérstökum sjúkraþyrlum á landsbyggðinni, segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar.

Georg gagnrýnir fullyrðingar Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, um að gæslan hafi staðið í vegi fyrir sérstöku sjúkraflugi á Suðurlandi og segir að það tilraunaverkefni hafi verið slegið af vegna hagræðingar í kjölfar kórónuveirufaraldursins.

Georg segir þingmanninn senda Gæslunni kaldar kveðjur með því að gera lítið úr þyrlusveit hennar, sem í áratugi hafi annast sjúkraflutninga og leyst erfið verkefni í öllum veðrum til að bjarga mannslífum. » 11