Hættur Ari Freyr Skúlason leggur skóna á hilluna eftir langan feril.
Hættur Ari Freyr Skúlason leggur skóna á hilluna eftir langan feril. — Morgunblaðið/Eggert
Ari Freyr Skúlason leggur skóna á hilluna eftir tímabilið í sænska fótboltanum. Hann ætlar þó ekki að kveðja fótboltann, heldur starfa áfram hjá Norrköping í Svíþjóð. Mun hann koma að unglingastarfi félagsins sem og þjálfun meistaraflokks

Ari Freyr Skúlason leggur skóna á hilluna eftir tímabilið í sænska fótboltanum. Hann ætlar þó ekki að kveðja fótboltann, heldur starfa áfram hjá Norrköping í Svíþjóð. Mun hann koma að unglingastarfi félagsins sem og þjálfun meistaraflokks. Ari er uppalinn hjá Val en hefur leikið erlendis frá árinu 2006; með Häcken, Sundsvall og Norrköping í Svíþjóð, OB í Danmörku og Lokeren og Oostende í Belgíu. Ari lék 83 A-landsleiki á ferlinum.